13.09.1917
Neðri deild: 59. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1302 í C-deild Alþingistíðinda. (3679)

182. mál, flutningsgjald á landssjóðsvörum

Benedikt Sveinsson:

Þótt ekki verði því neitað, að flutningsgjaldið, sem Eyfirðingar hafa orðið að greiða fyrir steinolíuna, sje ærið hátt, þá finst mjer háttv. 1. þm, Eyf. (St.St.) fara fulllangt í skaðabótakröfum sínum. Það þarf meiri rannsókn en þingið hefir ástæðu og tíma til, til að komast að ákveðinni niðurstöðu um hafi, hvað sannsýnilegt sje að veita mikla ívilnun á flutningskostnaðinum.

Það getur ekki komið til nokkurra mála að samþykkja dagskrá háttv. 1. þm. Eyf.(St. St.), enda væri þafi brot á 27, gr, stjórnarskrárinnar að samþykkja á þennan hátt fjárveitingu, sem nemur 16. þús. kr. fyrir landssjóð. 27. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo:

„Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sje til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum“.

Jeg fæ ekki annað sjeð en að hið eina rjetta sje að samþykkja till. hv. 1. þm. Árn. (S. S.) um að vísa málinu til stjórnarinnar, og greiðir þá stjórnin þær skaðabætur, sem hún telur rjettmætar.

Samkvæmt 31. gr. þingskapanna er og beint óheimilt við umræðu út af fyrirspurn að gera nokkra ályktun. En rökstudda dagskráin verður þó sannarlega ekki talin annað en ályktun, því fremur sem í henni er heimiluð allhá fjárveiting, eins og jeg hefi bent á.

Þar á móti er það í fullu samræmi við 42. gr. stjórnarskrárinnar (12. gr. stjórnarsk. laga 1903) að vísa málinu til stjórnarinnar, eins og háttv. l.þm. Árn. (S.S.) leggur til, því að grein þessi segir, að ef þingdeild þyki ekki ástæða til að gera ályktun um eitthvert málefni, þá geti hún vísað til ráðherra.