13.09.1917
Neðri deild: 59. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í C-deild Alþingistíðinda. (3682)

182. mál, flutningsgjald á landssjóðsvörum

Sigurður Stefánsson:

Skilist hefir mjer á stjórninni, að hún ætli að bæta flutningsgjaldið upp að einhverju leyti. Það gerir hún auðvitað ekki nema hún hafi fulla heimild til þess. Í landssjóðinn mun hún ekki hafa heimild til að seilast eftir uppbótinni eins og háttv. þm. N. Þ. (B.Sv.) hefir tekið fram, en úr landssjóðsversluninni hlýtur henni að vera heimilt að taka fjeð til þess. Hjer getur því vart verið að tala um, að með dagskránni sje framið brot á stjórnarskránni. En hitt getur orkað tvímælis, hvort rjett sje að ákveða uppbótina með ákveðinni upphæð í dagskránni Þess ætti ekki heldur að vera þörf. Gerst má ráð fyrir, að stjórnin vilji gera viðkomandi menn sem ánægðasta og fara einslangt og hún sjer sjer fært í þessu efni Að þessu leyti hefði jeg heldur kosið, að ekki væri tiltekin ákveðin krónuupphæð.