06.08.1917
Efri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1321 í C-deild Alþingistíðinda. (3698)

100. mál, úthlutun landsverslunarvara

Atvinnumálaráðherra (S.J.):

Jeg ætla að minnast á það eitt að þessu sinni, að hv. fyrirspyrjandi (M.T.) hefir ekkert út á meginreglur þær að setja, sem stjórnin hefir sett sjer með úthlutunina á vörum landsverslunarinnar. Um úthlutunina sjálfa má vitanlega lengi deila, enda er það ekki neitt aðalatriði í þessu máli og fyrirspurninni óviðkomandi.

Að öðru leyti skal jeg geta þess, að jeg legg ekki á móti hinni rökstuddu dagskrá, sem fram er komin. Stjórninni mundi verða það mikill styrkur, ef bjargráðanefnd vildi sinna þessu máli af einlægum umbótahug, og hún mun verða fús til þess að taka til greina bendingar frá henni.