02.07.1917
Efri deild: 1. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (3764)

Skipun fastanefnda

Forseti:

Atkvæðagreiðslu þarf. Það er ekki víst, að atkvæðin falli nú eins

á listana og við fyrri kosningar. Hugsanlegt, þótt ekki sje líklegt, að annar listinn fengi öll 14 atkvæðin.

Atkvæði fjellu svo, að

A-listi hlaut 7 atkv.

B-listi 7 —

Kosnir voru

Magnús Kristjánsson og Kristinn Daníelsson, en þeir Karl Einarsson og Halldór Steinsson hlutu jöfn atkvæði.