02.07.1917
Efri deild: 1. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (3767)

Skipun fastanefnda

Forseti:

Jeg verð að telja þau mótmæli alveg ástæðulaus, því að hverjum flokki er sjálfrátt, þegar listakosning fer fram, að hafa hvort heldur vill 1 mann eða fleiri á lista.

6. Mentamálanefnd.

Fram komu tveir listar.

A-listi: Eggert Pálsson.

B-listi: Magnús Torfason, Guðmundur Ólafsson.

Kosnir voru

Eggert Pálsson, Magnús Torfason og Guðmundur Ólafsson.

7. Allsherjarnefnd.

Fram komu tveir listar.

A-listi:

Hannes Hafstein, Jóhannes Jóhannesson.

B-listi:

Magnús Torfason, Kristinn Daníelsson.

Kosning fjell svo, að

A-listi hlaut 7 atkv.

B- — 7 —

Kosnir voru

Hannes Hafstein, Magnús Torfason og Kristinn Daníelsson,

með hlutkesti milli hans og Jóhannesar Jóhannessonar.