31.08.1917
Efri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (3770)

Fastanefndir fylltar

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki mætti fresta fundi og athuga málið og síðan kjósa í nefndirnar nú strax. Jeg skal í því sambandi geta þess, að jeg var formaður í bjargráðanefnd og að henni hafa borist nú nýverið tvö frumvörp frá háttv. Nd., sem þarf að athuga strax. Það þarf því strax að kjósa mann í nefndina, svo að hún geti tekið til starfa í dag; ella seinkar störfum hennar, sem væri óheppilegt. Að öðru leyti vil jeg vísa til þess, sem jeg hefi áður tekið fram, um hver venja hafi verið um skipun nefnda, þegar maður hefir vikið úr þeim, og sje jeg ekki, að það breyti neinu, hvort um fasta- eða lausanefnd er að ræða.