31.08.1917
Efri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (3774)

Sætaskipan

Forseti:

Eins og yður, háttv. þingbræður, er kunnugt, á samkvæmt þingsköpum í byrjun hvers þings að hluta um sæti þingmanna, en með því nú að embættismannaskipun hjer í Ed. er óbreytt frá því, sem hún var á síðasta þingi, þá vil jeg skjóta því til háttv. þm., hvort þeir óski eftir, að hlutað sje um sætin, því að sje það ósk manna, þá tel jeg fyllilega heimilt, að sætaskipun haldist óbreytt.

Úr því að enginn óskar eftir því, tel jeg rjett, að sætaskipun sú haldist, er komst á á síðasta Alþingi.

(Sjá Alþt. 1916—17, B, II., bls. 10)