06.07.1917
Neðri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (425)

16. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Fjármálaráðherra (B. K ):

Út af fyrirspurn háttv. þm. Dala. (B. J.), hvort stjórnin hefði í hyggju að leggja fram lagafrv.um að skylda hreppsnefndir og sýslufjelög til að borga dýrtíðaruppbót, skal jeg geta þess, að svo er ekki, meðfram af því, að stjórnin álítur tæplega hægt að grípa svo inn í verksvið sýslu- og hreppsnefnda. Og jeg held, að þær eigi að ráða þessu sjálfar. Í ástæðum fyrir frv. er tekið fram, að stjórnin eigi að borga sínum starfsmönnum, en bent á, að hreppsfjelög og sýslunefndir ættu að veita starfsmönnum sínum dýrtíðaruppbót, eins og t. d. Reykjavíkurbær hefir gert.