17.08.1917
Neðri deild: 36. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

16. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg veit ekki, hvaðan háttv. þm. Borgf. (P. O.) kemur sú viska, að lánstraust landssjóðs sje nú orðið svo, að það þurfi að veðsetja landið til þess að fá ný lán. Jeg veit ekki til þess, að jeg hafi haft þau orð. Jeg vil benda háttv. þm. (P. O.) á það, að það er ekki sambærilegt, að landssjóður taki lán til þess að bæta úr neyð manna eða borga verkamönnum sínum, við það, að hann taki lán fyrir vörum, sem hafa peningagildi á móti. Annars eru orð hans ástæðulaus, og jeg hefi hvergi sagt það, sem hann talaði um. (P. O.: Ekki hjer í deildinni). Hvorki hjer í deildinni nje annarsstaðar.