08.09.1917
Efri deild: 51. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (484)

16. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Guðmundur Ólafsson:

Háttv., 4. landsk. þm. (G. G.) þótti mjer farast óhöndulega orð um sparnaðinn.

Jeg sje nú ekki betur en að þrennskonar sparnaður hafi vakað fyrir meiri hluta nefndarinnar, eftir því sem háttv. framsögum. hennar (G. G.) segist frá. Í fyrsta lagi sparnaður á fje, í öðru lagi sparnaður á ranglæti og í þriðja lagi sparnaður á vilja þingsins, og verð jeg að segja, að hið síðasttalda var þó verst til fundið, en í því einu hefir víst háttv. nefnd náð fyllilega tilgangi sínum.