06.07.1917
Neðri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 991 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

19. mál, ráðstafanir út af Norðurálfuófriðnum

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Eins og háttv. deildarmenn sjá er hjer um lítið frv. að ræða, og er það að eins viðauki við lög, sem á sínum tíma fengu allrahæsta staðfestingu, og er það nú samkvæmt stjórnarskipunarlögunum lagt fyrir þingið. Það færir að eins lítils háttar út verksvið þeirra laga, sem áður er búið að samþykkja. Jeg sje ekki neina brýna þörf á, að það gangi til nefndar, og læt mjer nægja að óska þess, að það verði látið ganga til 2. umr.