27.07.1917
Neðri deild: 19. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

22. mál, vörutollur

Bjarni Jónsson:

Jeg vil ekki hefja deilu um, hversu óframkvæmanlegt þetta er, sem jeg held að það sje ekki. En í sambandi við þetta vil jeg benda á lagafrv. það, sem hjer hefir komið fram í deildinni, um skifting bæjarfógetaembættisins í Reykjavík og stofnun sjerstaks tollstjóraembættis. Þar með er ætlast til að koma hjer á fullkominni tollskoðun og eftirliti með öllum aðfluttum vörum. Ef til vill mun á eftir þessu koma svipuð tollskoðun í stærri kauptúnum landsins, og hins vegar er líklegt, að Reykjavík verði með tímanum miðstöð allrar verslunar hjer í landi. Þar með virðist þessari hindrun að mestu úr vegi rutt.