01.09.1917
Efri deild: 45. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1011 í B-deild Alþingistíðinda. (552)

153. mál, vitagjald

Frsm. (Halldór Steinsson):

Það voru að eins örfá orð út af síðustu athugasemd háttv. þm. Ísaf. (M. T.). Hann benti á, að þetta væri nokkurskonar sanngjarnt rángjald á útlendingum. En jeg álít, að það mundi alls ekki fæla útlendinga frá landinu, þótt hækkað yrði vitagjaldið, enda veit jeg ekki, hvort það væri sanngjarnt að okra á þeim, þótt þeir væru nærgöngulir fiskimiðum hjer við land.

Sami háttv. þm. (M. T.) benti einnig á, að hækka þyrfti gjaldið til þess að fá endurgoldinn byggingarkostnað vitanna. Þar get jeg ekki heldur verið á sömu skoðun, því að jeg álít ómögulegt, að gjaldið sje í nokkru hlutfalli við byggingarkostnaðinn; að minsta kosti yrði það þá að vera margfalt hærra en hv. þm. Ísaf. (M. T.) fer fram á í brtt. sinni.