04.07.1917
Efri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (637)

9. mál, sjúkrasamlög

Magnús Torfason:

Jeg er því sammála, að þetta mál er mjög mikilsvert, og full ástæða til þess að nota þá krafta, sem þessi háttv. deild hefir á að skipa og sjerstaklega geta komið að haldi í líkum málum. Á jeg þar sjerstaklega við háttv. þm Snæf. (H. St.). En, ef jeg man rjett, þá er sá háttv. þm. (H. St.) í fjárhagsnefndinni, og legg jeg til að vísa málinu til þeirrar nefndar.