04.07.1917
Efri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (646)

9. mál, sjúkrasamlög

Forseti:

Háttv. þingbræður! Það hefir oft orðið til mikils baga á Alþingi Íslendinga, að hjer hefir aldrei verið tekin upp hin svonefnda »úrvalsaðferð«, sem oft er langhentust og fljótlegust. Meinið er, að við höfum aldrei vanist þeirri ágætu aðferð. Jeg sje því ekki annað fært en að nota þá gömlu, óhentugu aðferð, að bera till. upp hvora um sig. Jeg ber þá fyrst upp þá till. að vísa málinu til allsherjarnefndar.