30.08.1917
Neðri deild: 47. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það er ekki mikið, sem jeg hugsað mjer að segja um brtt. þær, sem hjer liggja fyrir. Um till. einstakra þingmanna, ætla jeg ekkert að segja að svo komnu, en geymi mjer það þangað til þeir hafa talað, sem bera þær fram. En viðvíkjandi brtt. nefndarinnar vildi jeg taka það fram, um 5. lið, að mjer finst sanngjarnt, að lagt sje fram ? kostnaðar til þessa. Um 6.-8. lið er það að segja, að mjer finst rjett, að ekki sje lögð áhersla á, að þessar fjárveitingar hjer verði greiddar af hendi til fyrirtækjanna, svo framarlega sem efni fellur ekki í verði. Hvað snertir 15. lið þá vona jeg, að hann þurfi engin meðmæli, þar sem öllum er kunnugt um áhuga og dugnað þessa manns, enda er upphæðin mjög lítil. Um 16. lið er það að segja, að jeg er nefndinni sjerstaklega þakklátur fyrir hann. Jeg benti á það við 2. umr., hve nauðsynlegt það væri, að þessi veiting fjelli ekki niður. Nú sje jeg að hún hefir verið tekin upp aftur, og vona jeg að háttv. deild veiti henni samþykki sitt.