11.08.1917
Neðri deild: 31. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (714)

15. mál, mælitæki og vogaráhöld

Forsætisráðherra (J. M.):

Þess mun ekki þörf að ræða frv. nú. Aths. við frv., sem er stjórnarfrv., sýna, hvers vegna það er komið fram. Það hefir ekki tekið neinum verulegum breytingum í hv. Ed., að minsta kosti ekki að efninu til. Sjálfsagt mun þykja að athuga frv. í nefnd; í háttv. Ed. ætla jeg að það hafi legið fyrir allsherjarnefnd, og þykir mjer þá rjett að leggja til, að því verði vísað til sömu nefndar í þessari háttv. deild.