07.08.1917
Efri deild: 24. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (730)

17. mál, slysatrygging sjómanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg gleymdi áðan að minnast á eina brtt. hv. nefndar, sem varðar ákvæðið um það, ef dauði mannsins á sjer stað innan eins árs frá því er slysið varð. Þetta tímatakmark vill nefndin fella niður. En þetta er athugavert, því að þegar ár er liðið frá slysinu, er oft og tíðum ómögulegt að segja, hvort dauðinn hefir orsakast af því eða ekki.

Jeg vildi geta þessa strax, svo að háttv. frsm. (M. K.) gæti tekið þetta atriði með, er hann, sem jeg býst við, svarar ræðum okkar þm. Snæf. (H. St.).