31.07.1917
Efri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1140 í B-deild Alþingistíðinda. (778)

18. mál, húsaleiga í Reykjavík

Sigurður Eggerz:

Jeg vil leyfa mjer að benda á það, að ef brtt. á þgskj. 212 verður samþykt, þá er jeg hræddur um, að lítið gagn verði að lögunum, og stöðugur ágreiningur um það, hvað sje »brýn þörf«. Það er því hætt við, að verði till. samþykt, þá verði lögin að eins pappírsgagn.