31.07.1917
Efri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (782)

18. mál, húsaleiga í Reykjavík

Magnús Torfason:

Jeg vil að eins geta þess, að í nefndinni var talað um, að það gæti því að eins komið til mála, að brtt. á þgskj. 212 yrði samþ., að viðbótartill. sú, er nefndin ber fram á þgskj. 207, yrði einnig samþ. Og að því er atkvgr. snertir, vil jeg enn fremur benda á, að seinni till. á þgskj. 212 er afleiðing af þeirri fyrri, og sjálffallin, ef fyrri till. er feld.

Geta vil jeg þess, að eigi langar mig til, að byggingar aukist hjer í Reykjavík fyrir það, að fátækir almúgamenn verða reknir út á götuna.