31.07.1917
Efri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (783)

18. mál, húsaleiga í Reykjavík

Halldór Steinsson:

Jeg get ekki verið með brtt. nefndarinnar. Mjer finst hún vera ofhörð gagnvart húseigendum og alls ekki viðunandi.

Till. setur altof miklar hömlur á viðskiftalíf manna. Þegar slíkar öryggisráðstafanir eru gerðar og hjer, þá verða menn vendilega að gæta þess að ganga ekki ofnærri öðrum aðila, en það gerir þessi brtt., ef samþ. verður.

Jeg get felt mig við brtt. háttv. þm. Ak. (M. K.), því að hún er til bóta.