07.08.1917
Neðri deild: 27. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (820)

21. mál, framkvæmd eignarnáms

Frsm. (Magnús Guðmundsson); Að eins örstutt. Brtt. á þgskj. 311 er komin fram samkvæmt bendingu háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), og gengur út á það, að ef sýslunefnd, þar sem dómari er oddviti, krefst eignarnáms, þá skuli stjórnarráðið kveðja yfirmatsmenn. Þetta er í samræmi við það ákvæði frv., að þannig fari um tilnefning yfirmatsmanna þegar bæjarstjórn beiðist eignarnáms og dómarinnn er oddviti hennar.