27.08.1917
Neðri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

35. mál, stefnufrestur

Frsm. (Einar Arnórsson); Jeg vil að eins geta þess, að háttv. Ed. hefir ekki gert aðrar breytingar á þessu frv. en þá einu, að stefnufrestur í gestarjettarmálum megi ekki vera skemri en sólarhringur. Þetta er sú ein efnisbreyting, að fresturinn hefir verið settur dálítið skemri, en allsherjarnefnd Nd. telur ekki ástæðu til að leggja móti henni, því að dómari hefir jafnan í hendi sjer að ákveða frestinn hæfilegan, og vill því ráða þessari háttv. deild til að samþykkja frv. óbreytt.