27.08.1917
Efri deild: 40. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1223 í B-deild Alþingistíðinda. (907)

37. mál, skipting bæjarfógetaembættisins í Reykjavík

Magnús Torfason:

Það hafa nú heyrst undirtektir þær, sem mál þetta fær hjá háttv. þingdm.

Eina ástæðan til þess, að brtt. um hækkun yfirdómaralaunanna var skotið inn í frv., var sú, að engin von þótti til þess, að sjerstakt frv. um það gengi í gegn, þar sem svo er á liðið þingtímann. (E P.: Það mundi hafa sama tímann fyrir sjer og þetta frv.). Nei, það er ekki rjett, þar eð þetta frv. hefir þegar gengið í gegnum háttv. Nd. og er komið hjer til 2. umr.

Jeg vildi þá líka leyfa mjer að spyrja háttv. þingdm., hvort þeir myndu vilja verða því frv. fylgjandi, ef fram kæmi.