12.07.1917
Neðri deild: 8. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1229 í B-deild Alþingistíðinda. (919)

43. mál, alidýrasjúkdómar

Pjetur Jónsson:

Mjer er það óskiljanlegt, hvers vegna menn bera það einlægt fyrir, að menn þekki alls ekki dýrasjúkdóma. Jeg fyrir mitt leyti þekki og hefi reynt marga almenna dýrasjúkdóma, sem flestir sveitamenn þekkja nöfn á, svo sem höfuðsótt, vatnsótt, skitupest af ormum o. fl. Þetta eru alt algengir sjúkdómar og hafa mikla þýðingu fyrir búskapinn. Hitt er annað mál, að ekki er hægt að staðhæfa um hverja skepnu, sem drepst út um hvippinn og hvappinn, úr hverju hún hefir drepist, og ekki heldur um hvern einstakan kvilla. En það veltur líka á mestu um hina algengu sjúkdóma, sem venjulega er hægt að þekkja og gefa nafn.

Fyrst ætti að gera mönnum að skyldu, að viðlögðum sektum, að gefa upp, og í öðru lagi ætti að skylda dýralæknana til að vinna úr skýrslunum.