14.07.1917
Neðri deild: 10. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

43. mál, alidýrasjúkdómar

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Það er óþarfi að segja mörg orð um þetta frv. á þessu stigi, því að við 1. umr. komu ekki fram nein eiginleg mótmæli gegn því. Þeir, sem tóku til máls, voru yfirleitt með því. Að eins háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) hreyfði mótmælum. Mjer skildist, að helsta mótbáran væri sú, að það væri leitt að þurfa að afnema lögin, en ekki hitt, að hann væri mótfallinn afnámi þeirra, úr því sem komið væri. Þess vegna vona jeg, að málið fái að ganga óhindrað áfram.