03.09.1917
Efri deild: 46. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (949)

55. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Kristinn Daníelsson:

Jeg stend ekki upp til að gera neinar athugasemdir við nál., en þó er það eitt atriði, sem jeg get ekki felt mig vel við; það er í 6. gr., stafl. c., hjá nefndinni, sem á að koma fyrir 9. gr. laganna frá 20. okt. 1913, þar sem undir stafl. c. er bætt við, að því er III. flokks stöðvar snertir, að kostnaðurinn sje »venjulega« greiddur að hálfu. Jeg felli mig ekki við þetta, og get, satt að segja, ekki áttað mig á ástæðunni til að láta það ekki vera altaf. Jeg er ekki að hafa á móti því um stöðvar, sem settar eru í þágu einstakra manna, en að því er snertir stöðvar, sem settar eru í þágu hreppa, þá finst mjer, að átt hefði að sleppa því, en hafa það fastákveðið. Landssíminn hefir altaf nokkrar tekjur af stöðvunum, og væri því rjettast, að hann greiddi fast tillag til þeirra. Jeg vildi, að nefndin vildi athuga þetta atriði til 3. umr.