03.09.1917
Efri deild: 46. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (950)

55. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm.(Jóhannes Jóhannesson):

Það eru tvær undantekningar frá þessari reglu. Önnur er sú, að landssíminn greiðir ekki neitt af rekstrarkostnaði þeirra stöðva, er gefa honum í árstekjur mjög lítið, t. a. m. innan við 10 krónur, eins og sumar stöðvar gera nú, eða þá minna en helming. Hin undantekningin er sú, að til eru stöðvar, sem einungis eru settar til eftirlits með símanum. Undantekningarnar voru tvær, og því ekki hægt að setja það sem algilda reglu, að landssjóður skyldi greiða helming rekstrarkostnaðar. Vegna þessa má orðið »venjulega« ekki missa sig; aðalreglan er ekki undantekningarlaus.

Jeg skal líka geta þess, að jeg hefi talað við landssímastjórann um þetta atriði, og hefir hann mótmælt því algerlega, að það verði sett sem algild og undantekningarlaus regla, að landssíminn greiði helming rekstrarkostnaðar III. flokks stöðva.