23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (1048)

52. mál, rannsókn mómýra

Bjarni Jónsson:

Mjer þykir vænt um að heyra, að svo á að skilja ummæli háttv. þm. S.-Þ. (P. J.). Hins vegar gat jeg ekki skilið þau öðruvísi. En það hefir ekki blásið byrlega fyrir þararannsóknir þetta ár. Því að í október gerði ísalög, og það er enginn hægðarleikur að kenna mönnum að pjakka gegnum ísinn. Nú hefi jeg lagað till. þá, er jeg flutti á dögunum; tekið þar ýmislegt fram, sem vantaði í hina, breytt fyrirsögninni og bætt því við, að stjórnin láti „bestu lækna gera matseðil handa landsmönnum, hvernig haganlegast megi setja saman íslenskar fæðutegundir“.

Jeg skal svo ekki orðlengja þetta frekar að sinni, en vildi gjarnan biðja forseta um nafnakall um till, því að jeg ætla að hafa mjer til gamans síðar nöfn þeirra, sem framsýni hafa til þess að samþykkja till., og hinna, er vantar hana.