24.06.1918
Neðri deild: 54. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Forsætisráðherra (J. M.):

Ef hæstv. forseti verður við þeim tilmælm, er komið hafa um að taka málið út af dagskrá, og háttv. framsm. (S. St.) hefir tekið vel í, þá er tilgangslaust að ræða málið frekar að þessu sinni. Ef til vill verður hægt að finna aðrar leiðir, er ekki verður deilt um, og er þá gagnslaust að ræða málið frekar, eins og það liggur fyrir nú. Verði málið tekið út af dagskrá, ætti hæstv. forseti ekki að leyfa frekari umr. um það, nema að mótmælum verði hreyft gegn því, að málið sje tekið út, en til þess hygg jeg ekki að muni koma.