17.05.1918
Neðri deild: 25. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1050 í B-deild Alþingistíðinda. (1083)

55. mál, reglugerð fyrir sparisjóði

Matthías Ólafsson:

Það voru að eins örfá orð, til þess að svara orðum háttv. 1. þm. Eyf. (St. St) um afstöðu mína til þessa máls í byrjun. Hann sagði, að lögin hefðu orðið öðruvísi og verri, ef jeg hefði fengið að ráða, en þau eru nú. Það er engin furða, þótt hann segi þetta. Lögin hefðu orðið alt öðruvísi, ef að mínum vilja hefði verið farið. En nú eru þau afskræmd; það fjekk hann á unnið. Meðal annars gat hann fengið afnumda umsjónarmenn sparisjóða, en þá áleit jeg mjög sjálfsagt að hafa. Hann má gjarnan, hv. flm. (St. St.), hrósað sjer af þessu, ef hann getur áunnið sjer atkvæði með því.

Jeg get vel fallist á að vísa þessu máli til nefndar, og þá að sjálfsögðu til allsherjarnefndar.