12.07.1918
Efri deild: 64. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg þarf ekki að halda langa ræðu um þetta mál. Nokkrar breytingar hefir Nd. gert á frv„ þar á meðal eina, sem miðar að því að gera örðugleikana meiri fyrir því, að verða dýrtíðarhjálparinnar aðnjótandi.

Þá er tekin úr frv. sú breyting frá Ed., að landsstjórninni heimilist að lána sveitarfjelögum fyrir hverjar 10 kr., en í stað þess bætt inn í því ákvæði, að lána alt að 100.000 kr., þar sem erfiðleikarnir eru raestir. Jeg sje annars ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frv. Jeg veit að stjórnin muni gera sjer far um að veita ekki dýrtíðarhjálpina, nema nauðsyn beri til. Vænti jeg þess svo, að deildin leyti inálinu fram að ganga.