11.06.1918
Neðri deild: 46. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

90. mál, Fiskifélag Íslands

Matthías Ólafsson:

Af því, að háttv. frsm. fjárveitinganefndar (M. P.) er ekki viðstaddur, vil jeg leyfa mjer að segja fáein orð.

Eins og sjest af nál. á þgskj. 314, er fjárveitinganefndin öll á einu máli um það, að rjett sje að verða við tilmælum Fiskifjelagsins um uppgjör á skuld þessari. En jafnframt þótti nefndinni sjálfsagt, að þar sem þessi upphæð er bókfærð sem skuld við landsverslunina, þá greiði landssjóður hana beint til verslunarinnar.

Annað hefi jeg ekki að segja um till. þessa, vona, að háttv. deild taki henni vel og að hún nái fram að ganga.