12.07.1918
Efri deild: 64. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (118)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson); Mjer kemur það nokkuð á óvart, að málið er tekið á dagskrá nú. Þó er það samkomulag með okkur, sem hjer sitjum, að setja okkur ekki á móti því, að atkvæðagreiðsla um málið fari nú fram. Jeg býst við að greiða atkvæði með frv., þótt jeg sje ekki allskostar ánægður með það. Jeg vona að þörfin fyrir dýrtíðarhjálp verði ekki mjög mikil þ. á., en ef svo verður, að stjórnin láti þá ekki lánsheimildartakmarkið, 100.000 kr., hindra sig að veita þá hjálp, sem nauðsynlegt er að veita.