02.07.1918
Efri deild: 55. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1133 í B-deild Alþingistíðinda. (1203)

91. mál, almenningseldhús í Reykjavík

Frsm. (Eggert Pálsson); Jeg held, að það sje þýðingarlítið að fara mörgum orðum um till. þessa. Nefndin hefir fallist á efni og upphæð þá, sem farið er fram á í till., en vill breyta henni að formi.

Nefndin felst á að veita Reykjavíkurbæ 4.000 kr. með því skilyrði, að fyrirtækinu verði hrundið til framkvæmda strax næsta vetur. Hún lítur svo á, að þess muni full þörf þá, og verði það ekki þá strax, þá virðist engin þörf á að veita fjeð nú, þar sem þing kemur saman aftur 1. júlí næsta sumar.

Hitt, að þingið gangi út frá, að sendir verði menn út til þess að kynna sjer málið og afla sjer sjerstakrar þekkingar til að standa fyrir því, telur nefndin ekki nauðsyn, en vill þó ekki beint banna það, ef bæjarstjórnin, er varðar mál þetta mestu, kynni að vera eða verða annarar skoðunar.

Jeg hefi svo ekki meira um mál þetta að segja.