02.07.1918
Efri deild: 55. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1289)

106. mál, bráðabirgðalaunaviðbót handa starfsmönnum landssímans

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg álít sjálfsagt, að málinu verði vísað til fjárveitinganefndar, enda mun henni orðið það kunnugt af umræðunum í háttv. neðri deild. Þetta er mikið nauðsynjamál, og ætla jeg þó ekki að fara að mæla með því nú, heldur stóð jeg upp til að mælast til, að hafður verði eins hraður gangur á málinu og hægt er. Nú er þingtíminn áliðinn, en þetta mál má með engu móti stranda.