14.05.1918
Efri deild: 18. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

50. mál, kolanám í Gunnarsstaðagróf

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Þessi þingsályktunartillaga frá háttv. bjargráðanefnd fer fram á, að landsstjórnin styrki kolanámið með 10 kr. á hverja smálest framleiddra kola, en sýslunefndin fer fram á að landssjóður reki námuna.

Það mun hafa verið byrjað á surtarbrandsvinslu á einum stað í Þingeyjarsýslu áður en þingál. þessi en síðan hefir rannsóknum um þetta verið haldið áfram, og hefir það þá komið í ljós, að á Vestfjörðum er mest af surtarbrandi, og honum víða allgóðum. Samfara rannsókn þessari hefir viða verið unnið að surtarbrandsvinslu, og hefir landsstjórnin stutt það, stundum með því að lána verkstjóra, stundum lánað verkfæri og líka útvegað sprengiefni. Að eins á einum stað hefir námugröfturinn verið rekinn í stórum stíl, það er á Tjörnesi, en eins og hv. þm. hafa eflaust heyrt, þá varð árangurinn alt annað en glæsilegur; það var tap á rekstrinum, en raunar má segja, að það tap stafaði að miklu leyti af því, að kolin voru seld svo ódýr.

Jeg hygg nú, að heppilegast sje, að stjórnin haldi áfram að styðja að námugreftinum á svipaðan hátt og verið hefir.

Nýlega er kominn. hingað til landsins sænskur verkfræðingur til þess að rannsaka námur vorar. Er þetta gert að vilja síðasta aukaþings.

Í till. þeirri, er hjer liggur fyrir, ef farið fram á meiri stuðning en alment hefir verið, farið fram á fjárframlög, og háttv. frsm. (G. G.) hreyfði auk þess vegalagningu í ræðu sinni. Í tilefni af þessu þykir mjer rjett að vekja máls á því, að víðar hjer á landi eru námur en þessi, og má búast við, að farið verði fram á svipaðan stuðning við námugröft þar. Mjer finst því, að rjett hefði verið að taka málið meira alment, og þá er spurningin, hvort rjettara er að styðja námugröftinn með beinu fjárframlagi, eins og þessi þingsályktun gerir ráð fyrir, eða með öðru móti, eins og jeg lýsti að stjórnin hefði gert.

Þessi orð mín má ekki skoða svo, sem jeg sje á móti till. þessari, helder eru þau um málið alment.