23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í B-deild Alþingistíðinda. (1367)

50. mál, kolanám í Gunnarsstaðagróf

Magnús Pjetursson:

Út af því fordæmi, sem háttv. frsm. (P. J.) var að tala um að þetta yrði, vil jeg geta þess, sem jeg hefi reyndar bent á áður að það stendur sjerstaklega á með þessa námu, þar sem hún er landssjóðseign; er hann því að eins að greiða götu sína frá sinni eign, námunni, til sjávar.

Jeg geri að vísu ráð fyrir, að sýslunefnd Strandasýslu geri sitt ítrasta til að framkvæma þessa bjargráðaráðstöfun, hvort sem ofan á verður, en veit fyrir víst, að hún myndi gera það, ef mín till. yrði samþ.