25.05.1918
Efri deild: 27. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (1419)

67. mál, þóknun handa Jóhannesi pósti Þórðarsyni

Flm. (Magnús Torfason):

Jeg þarf eigi að svara háttv. þm. Snæf. (H. St.) mörgum orðum. Álit póstmeistara og póstafgreiðslumannsins á Ísafirði fylgja skjölum málsins og liggja til sýnis frammi í lestrarsal þingsins.

Jeg geri ráð fyrir, að háttv. þm. Snæf. (H. St.) sje ekki á móti eftirlaunum yfirleitt, en það er sýnilegt, að Alþingi gerir sjer mannamun; það vill ekki, að trúir þjónar þjóðarinnar þurfi að hafa búksorg á elliárum sínum, og verð jeg að telja það vel farið.

Engin ástæða er til að veita þessa upphæð í eitt skifti fyrir öll, því að póstar hafa áður fengið eftirlaun og ekkert, sem mælir með því að breyta frá þessari stefnu, ekki síst þar sem hjer er um útslitinn mann að ræða.