01.06.1918
Efri deild: 33. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

67. mál, þóknun handa Jóhannesi pósti Þórðarsyni

Magnús Torfason:

Háttv. 2. þm. Húnv. (G. Ó.) var að draga dár að því, að jeg hefði kallað þennan póst göngupóst. Jeg skil ekki, að ástæða sje til slíks. Eins og allir vita, fer þessi póstur fyrst á sjó. Svo verður að flytja farangurinn á hestum yfir heiðina, en sjálfir verða mennirnir alla jafna að ganga á vetrum, og stundum verður jafnvel að taka koffortin af hestunum og draga eykina. Jeg hjelt, að háttv. 2. þm. Húnv. (G. Ó) vissi, að síðasti vetur fór illa með menn og þá ekki síst illa með póstana á þessum stöðvum. Og það hefði jeg aldrei haldið, að nokkur ætlaðist til, að landið píndi menn svo lengi í þjónustu sinni, að það gengi af þeim dauðum.