21.05.1918
Neðri deild: 27. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í B-deild Alþingistíðinda. (144)

36. mál, stimpilgjald

Framsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vil að eins lýsa yfir því fyrir hönd fjárhagsnefndar, að við nefndarmenn höfum fallist á brtt. 1. þm. G. K. (B. K.), svo að jeg tel óþarft að ræða þær. Hins vegar vil jeg taka það fram, að það er rjett hjá sama háttv. þm. (B. K), að nefndin vildi ekki ganga lengra.

Svo eru það brtt. frá nefndinni á þgskj. 166. Þær ganga út á það að ákveða nánar, hvernig reikna skuli stimpilgjald af farmskírteinum, og er þar fylgt lögum um verðhækkunartoll frá 1915.