20.04.1918
Efri deild: 6. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1508)

13. mál, skipun bjargráðanefndar

Flm. (Magnús Torfason):

Jeg vil geta þess í tilefni af orðum háttv. þm. Ak. (M. K ), að orð mín áttu ekki að vera — nje voru — neinar ákúrur til landsstjórnarinnar eða landsverslunarinnar, en jeg geri hins vegar ráð fyrir því, að valið í bjargráðanefnd takist svo vel, að að henni verði nokkur stuðningur, því að betur sjá augu en auga.