06.07.1918
Sameinað þing: 6. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

Þingfararkaupsnefnd

Eggert Pálsson:

Jeg er sammála háttv. þm. Ísaf. (M. T.) um, að ekki eigi illa við að minnast á þetta atriði í þessu sambandi, þegar verið er að kjósa nefnd til að úrskurða ferðakostnaðarreikninga þingmanna. Ummæli blaðsins „Lögrjettu“ um óhæfilegan ferðakostnað, er ýmsir þm., og á meðal þeirra jeg, hafi gefið reikning fyrir, verða að teljast standa í sambandi við málið, þar sem þau eru jafnframt árásir á ferðakostnaðarnefndina. Því að vitanlega hefir enginn þm. fengið reikning sinn greiddan án þess að nefndin legði samþykki á hann.

Jeg ei sammála háttv. þm. Ísaf. (M. T.), að árás þessi hafi verið illa til fundin og órjettmæt. Jeg þarf ekki að rekja efni greinarinnar, hún mun öllum háttv. þm. kunnug. En sýnilegt er, að greinarhöfundur, hvort sem hann er maður sá, er til var nefndur, eða ekki, hefir ekki viljað skilja lögin á þann hátt, sem þm. skilja þau, sem sje á þann hátt, að þm. sje heimilt að hækka ferðakaup sitt, þegar svo sjerstaklega stendur á, að ferðalög eru miklu dýrari en þau voru þegar löggjafinn ákvað ferðakaupið með lögum.

Jeg finn ekki ástæðu til þess að gera mikið veður út af árás blaðsins; jeg álít hana fyllilega kveðna niður. Jeg svaraði greininni með nokkrum orðum í sama blaði, og skil ungur minn og ummæli hafa ekki verið hrakin.

En þar sem háttv. þm. Ísaf. (M. T.) taldi þessa grein árás á sig sem pólitískan andstæðing blaðsins, þá verð jeg að mótmæla því. Jeg er ekki andstæðingur blaðsins í stjórnmálum, og var þó engu siður ráðist á mig. Jeg lít svo á, blaðið hafi komið fullkomlega „loyalt“ fram í þessu áli; það bauð hverjum þm sem vildi að taka svar af honum. Og jeg veit það, að hefði háttv. þm. (M. T.) viljað hafa fyrir því að svara árásinni á sig, þá hefði blaðið birt svar hans jafnfúslega sem mitt.

Það var aðallega þetta, sem jeg vildi geta um. En eins og sjest á svari mínu í blaðinu, er jeg samdóma háttv. þm. (M. T) um það, að árásirnar hafi verið óverðskuldaðar.