20.04.1918
Efri deild: 6. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í C-deild Alþingistíðinda. (1595)

3. mál, fráfærur ásauðar

Eggert Pálsson:

Það má nú segja, að hjer, í þessari háttv. deild, megi á sama standa, til hvorrar þessarar nefndar málinu sje vísað, þar sem sömu menn eiga sæti í þeim báðum, en þótt svo sje hjer, þá er eigi víst, að svo sje í hv. Nd., en sje málinu hjer vísað til bjargráðanefndar, ber það og að gera í hv. Nd. Að því eiga menn hins vegar að ganga sem vísu, að í landbúnaðarnefnd hv. Nd. sitji þeir menn, er best má treysta í slíku máli sem þessu, en engin trygging fyrir, að bjargráðanefnd þar sje svo skipuð. Af þessari ástæðu, meðal annars, finst mjer sjálfsagt, að málinu sje vísað til landbúnaðarnefndar.