02.07.1918
Neðri deild: 61. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (1674)

107. mál, verðlagsnefndir

Jörundur Brynjólfsson:

Enda þótt ræða hv. þm. Borgf. (P.O.) um daginn gæfi nóg tilefni til þess, að henni væri svarað nokkru, þá ætla jeg nú ekki út í þau atriði að þessu sinni, því að það heyrir til 5. málinu á dagskránni. Jeg hefi skrifað undir nefndarálitið með þeim ummælum, að jeg ljeti mig litlu skifta, hvort málið næði fram að ganga eða ekki.

Jeg hefi eiginlega ekki getað sjeð, að nokkuð væri unnið við þessa breytingu, sem gerð er á því. En jeg tel þetta frv. þó má ske betra, eða heimildina, sem það veitir til afskifta af verðlagi, heldur en að afnema lögin alveg, og engin heimild sje til þess, að hindra óhæfilega framfærslu á verði á nauðsynjavörum.