29.04.1918
Efri deild: 9. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (1714)

22. mál, einkaréttur til verslunar með smjör og tólg

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Með örfáum orðum vil jeg gera grein fyrir atkvæði mínu. Eins og menn vita, þá er útflutningsbarin á smjöri og tólg, og hefir það talsverð áhrif á mál þetta. Í fyrra var reynt að setja hámarksverð á smjör, en það voru svo mikil brögð að því, hvað farið var í kringum hámarksverðið, að það varð að nema það aftur úr gildi, og eru því varla líkindi fyrir, að það kæmi nú að notum. En eins og hv. þm. Ak. (M. K.) sagði, þá liggur svo mikil hugsjón á bak við frv., að jeg tel sjálfsagt og rjett að greiða því atkv. til 3. umr., og það því fremur, sem nefndin á eftir að athuga stórt og þýðingarmikið atriði, sem stendur í nánu sambandi við þetta, eins og hv. frsm. meiri hl. (S. F.) gat um.