29.04.1918
Efri deild: 9. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í C-deild Alþingistíðinda. (1720)

23. mál, skipamiðlarar

Magnús Torfason:

Jeg vil að eins gera stutta fyrirspurn til hv. flm. (M. K.) um 2. gr. frv. þar segir, að enginn geti orðið löggiltur skipamiðlari, nema hann sje fullra 25 ára að aldri og fullnægi öðrum almennum skilyrðum. Ber nú að skilja þetta svo, að engir geti verið skipamiðlarar, nema löggiltir sjeu? Eftir orðalagi greinarinnar virðist vera vafasamt, hvort líta megi svo á, og mun þurfa að kveða ákveðnar að þessu en gert er í greininni.

Jeg tók ekki eftir, að hv. flm. (M. K.) legði til, að máli þessu yrði vísað til nefndar, og vil því leggja til, að því verði vísað til sjávarútvegsnefndar, að þessari umræðu lokinni.