14.06.1918
Efri deild: 44. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í C-deild Alþingistíðinda. (1781)

56. mál, fólksráðningar

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Bjargráðanefnd þessarar deildar, sem hefir athugað þetta frv. eftir að það er komið aftur frá Nd., leggur til, að það sje samþykt óbreytt. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frv. í Nd., sem eru allar fremur til bóta. Þannig hefir verið bætt inn í frv. nýrri grein, um að bæjar- og sveitarstjórnum gefist vald til að ráðstafa fólki í vistir, sem ekki verði ráðið til vinnu af fólksráðningarstofunni, nje með fjálsum samningum á annan hátt. Jeg álít þessa breytingu meinlausa, og ef til vill til gagns.

2. brtt., við 4. gr„ um vald landsstjórnarinnar til að ráðstafa fólki og skipa í vistir, gengur að vísu fulllangt, að mínu áliti. En jeg vildi þó ekki vera á móti henni.

3. brtt., við 7. gr., sem er fyrirmæli um, að stjórnarvöldin geti haft aðstoð sýslumanna sjer til hjálpar, álít jeg til mikilla bóta, og yfirleitt verður nefndin að líta svo á, að samþykkja beri frv. óbreytt.