14.06.1918
Efri deild: 44. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (1783)

56. mál, fólksráðningar

Magnús Torfason:

Jeg tel engan vafa á því, að frv. hefir nú tekið bótum, svo að óhætt muni deildinni sóma síns vegna að samþykkja það. En jeg get verið hæstv. fjármálaráðherra að svo miklu leyti samdóma, að jeg álít frv. meinlaust, — en gagnslaust, og sje ekki, hvernig sem jeg velti málinu fyrir mjer, að um nokkurn verulegan árangur gæti verið að ræða af því, þó að það yrði að lögum. Get því ekki greitt því atkv.