22.05.1918
Efri deild: 24. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

36. mál, stimpilgjald

Fjármálaráðherra (S. E):

Hv. þm. Vestm. (K. E.) talar um þessa reglugerð eins og hún nái til allra vörutegunda, en þess ber að gæta, að hún gildir að eins um ullina. En mjer finst það liggja alveg í hlutarins eðli, að tollar og skattar, sem leggjast bæði á þessa og aðrar vörutegundir, verði að borgast af hlutaðeigendum, þó að landsstjórnin sje milliliður. (K. E.: Hún er kaupandi og útflytjandi, og er það upplýst af því, sem fram er komið, að hjer er „incuria“ í reglugerðinni.). Að vísu er hún kaupandi, en hún dregur skattinn að sjálfsögðu frá söluverðinu.